Dagsetning
10. mars - 31. desember
Staðsetning
Allt landið
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Samkeppni um hönnun og útlit Stjórnarráðsbyggingar

Allt landið

Forsætisráðuneytið hefur hafið undirbúning að samkeppni um hönnun og útlit Stjórnarráðsbyggingar og skipulags Stjórnarráðsreits í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins. Verkefnið felur annars vegar í sér stefnumörkun varðandi uppbyggingu á Stjórnarráðsreit í samráði við Reykjavíkurborg og í framhaldi af því samkeppni um skipulag reitsins, og hins vegar samkeppni um viðbyggingu austan við gamla Stjórnarráðshúsið fyrir forsætisráðuneytið. Búið er að skipa í dómnefndir og vinna er hafin við gerð samkeppnislýsinga. Stefnt er að því að auglýsa samkeppnirnar í febrúar næstkomandi og að dómnefndir ljúki störfum í nóvember 2018.


Dagsetningar fyrri samkeppninnar um skipulag á Stjórnarráðsreit verða kynntar á allra næstu dögum, en dagsetningar hvað varðar hina síðar nefndu samkeppni um viðbyggingu austan við Stjórnarráðshúsið fyrir forsætisráðuneytið verða eftirfarandi:
Samkeppni auglýst 4. mars 2018, skilafrestur tillagna verður til 15. september, áætluð niðurstaða dómnefndar liggi fyrir þann 1. nóvember.


Vonir standa til þess að hægt verði að kynna niðurstöður og tillögur beggja samkeppna 1. desember 2018.

Efst á baugi