Dagsetning
13. febrúar
kl. 17:00-18:00
Staðsetning
Bókasafn Kópavogs aðalsafn, fjölnotasalur, Höfuðborgarsvæðið
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Frumherjar í myndskreytingu barnabóka

Bókasafn Kópavogs aðalsafn, fjölnotasalur, Höfuðborgarsvæðið

Myndskreytingar barnabóka verða ungum lesendum oft hugstæðar ævina út. Myndlýsingar barnabóka eru ung grein á Íslandi og í erindinu verður fjallað um þá sem ruddu brautina og eiga þessa hlutdeild í æskuminningum fjölmargra kynslóða. Muggur galdraði fram Dimmalimm, Nína Tryggvadóttir kynnti okkur fyrir Kettinum sem hvarf og Tryggvi Magnússon studdi okkur í gegnum lestrarnámið með myndunum í Gagni og gamani.

Erindið flytur Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands.

Viðburðurinn er liður í erindaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar.