Dagsetning
1.-16. desember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullvalda konur og karlar

Borgarbókasafn/Menningarhús Grófinni, Höfuðborgarsvæðið

Ljósmyndasýningin „Fullvalda konur og karlar“ hampar þeim sem börðust fyrir fullveldi og stjórnmálaréttindum Íslendinga, konum og körlum.

Á sýningunni er varpað ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Fullveldi og sjálfstæði Íslendinga væri óhugsandi án þeirrar miklu baráttu sem átti sér stað um aldamótin 1900 fyrir stjórnmálaréttindum og kosningarétti kvenna. Myndum er varpað á tjald í glugganum á Borgarbókasafninu í Kvosinni og er sýningin aðgengileg vegfarendum.

Sýningin er gerð af Þóreyju Mjallhvíti fyrir Kvenréttindafélag Íslands og styrkt af Fullveldissjóði.


A photographic exhibition about the women and men who fought for Icelandic independence at the turn of the 20th century.

Efst á baugi