Dagsetning
7. júlí
kl. 13:30-16:30
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldi á hlaðinu - Annir hversdagsins

Laufás við Eyjafjörð, Norðurland eystra

Gamli bærinn í Laufási iðar af lífi þegar heimilisfólkið sinnir önnum hversdagsins. Á hlaðinu er rætt um gang stríðsins og væntanlegan sambandslagasamning á milli þess sem heyjað er. Inni í bænum er verið að búa til skyr, staga í gömul föt og sokka á baðstofuloftinu og sinna þvottinum. Hvað annað skyldi heimilisfólk vera að gera?

Handverksfólk úr Handraðanum og ýmsir fleiri taka þátt í að gæða bæinn lífi og sýna handverk úr gamla sveitasamfélaginu í viðeigandi umhverfi Gamla bæjarins í Laufási við Eyjafjörð.

Prestsetrið í Laufási er stór og veglegur torfbær frá 19. öld sem er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjón Minjasafnsins á Akureyri.