Dagsetning
30. júní
kl. 14:00-16:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldi á hlaðinu - Þjóðdansar, harmonikkutónlist og glíma

Laufás við Eyjafjörð, Norðurland eystra

Það verður líf og fjör á hlaðinu við Gamla bæinn Laufás í Eyjafirði þar sem stigin verða dans- og glímuspor við töfrandi harmonikkutónlist. Prestsetrið í Laufási er stór og veglegur torfbær frá 19. öld sem er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjón Minjasafnsins á Akureyri.

Laufásbærinn og umhverfið býður upp á viðeigandi umgjörð fyrir sýningu á þjóðdönsum og íslenskri glímu.

Dansfélagið Vefarinn sýnir þjóðdansa á hlaðinu í glæsilegum þjóðbúningum og sauðskinnsskóm en tónlistina framkallar Harmonikkufélag Eyjafjarðar.

Sýningahópur vaskra karla og kvenna frá Glímusambandi Íslands sýnir íslenska glímu.

Gestum gefst kostur á bæði að læra dansspor og réttu handtökin og fótaburð í íslenskri glímu.

Do you want to see traditional dances and sports? Visit the historical site and museum Laufás in Eyjafjörður. Traditional folk-dance show performed by a local dance group and accordion musicians. A group of people showing the old national sport of Icelandic wrestling called glíma. The surroundings are particularly appropriate being the historical site Laufás with its exquisite 19th century turf rectory and church.