
kl. 16:00-18:00
Fullveldi í 100 ár: Íslensk kammertónlist frá 1918 til 2018
Íslensk kammertónlist hefur á síðustu 100 árum tekið ógnarstórt stökk frá tímum síðrómantíkur yfir í nýjustu strauma og stefnur samtímatónlistar og heyrist nú jafnt leikin á Íslandi sem og tónleikasölum víða um heim. Þar sem áður má segja að ákveðin íhaldssemi hafi ráðið ferð er nú orðið það listform sem íslensk tónskáld hafa umvafið og sýnt fram á hugmyndaauðgi sína með óteljandi verkum fyrir margvíslegar hljóðfærasamsetningar.
Á þessum hátíðartónleikum Reykholtshátíðar verður leikið úrval íslenskra kammerverka frá síðustu 100 árum og reynt að rýna í stöðu þeirra og samhengi í íslensku tónlistarlífi. Þó svo að nauðsynlegt sé að stikla á stóru þá endurspegla tónleikarnir þá ótrúlegu þróun sem hefur orðið í tónlistarlífi og tónsköpun okkar frá 1918 og fram til dagsins í dag.