Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-14:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldi í kjölfar Kötlugoss

Kirkjuhvoll, Kirkjubæjarklaustri, Suðurland

Samkoma í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli í Skaftárhreppi þar sem sýndar verða stuttmyndir sem unnar hafa verið á árinu 2018 til að minnast Kötlugossins og fullveldisins. Einnig verða stuttar ræður, opnun myndlistarsýningar þar sem nemendur í Kirkjubæjarskóla og Kærabæ sýna myndir og flutt verða tónlistaratriði. Í stuttmyndunum eru viðtöl við fólk sem segir frá því sem það veit um Kötlugosið og því hvernig var að lifa af þetta ár. Einnig eru viðtöl við fólk sem segir frá því hvernig var í Skaftárhreppi vorið 2011 þegar mikil aska barst um sveitina í  gosi í Grímsvötnum. Kötlugosið breytti  öllu lífi fólks 1918, rétt eins og Grímsvatnagosið gerði löngu síðar. Vonarljósið í  hörmungum 1918 var svo fullveldi Íslands sem var fagnað 1. desember 1918.

Efst á baugi