Dagsetning
14. nóvember
kl. 17:00-18:15
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldi Íslands í 100 ár: Hugsjón og reynd

Norræna húsið, Höfuðborgarsvæðið

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í nóvember með yfirskriftinni Fullveldi Íslands í 100 ár: Hugsjón og reynd. Tilgangur fundanna er að taka til umræðu fullveldishugmyndina í íslenskum stjórnmálum, þýðingu fullveldis fyrir samfélagsþróun á Íslandi og spurninguna um hvort þrengt hafi verið að fullveldi Íslands á síðustu áratugum. Fundaröðin tengist útgáfu bókarinnar Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918-2018 sem kom út 8. nóvember. Sögufélag gefur bókina út í samstarfi við afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Í henni eru 10 greinar eftir 13 höfunda, lögfræðinga, sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga, sem skoða fullveldið frá ólíkum fræðilegum sjónarhornum.

Fundirnir eru þrír og eru haldnir í Norræna húsinu dagana 14., 21. og 26. nóvember kl. 17.00–18.15.  Þátttakendur flytja stuttar framsögur og síðan eru almennar umræður.

14. nóvember  Fullveldið í reynd: Hvaða gagn hafa Íslendingar haft af fullveldinu?

Höfðu Íslendingar burði til að annast þær skyldur og verkefni sem fullvalda ríkjum var ætlað að sinna? Hefðu Íslendingar ef til vill verið betur settir með því að vera áfram í dönsku ríkisheildinni? Hvaða áhrif hafði fullveldi á stjórnmál og samfélagsþróun á Íslandi?

Þátttakendur: Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, Skúli Magnússon héraðsdómari, Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.

 Fundarstjóri: Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði.