Dagsetning
28. nóvember
kl. 17:00-18:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldi til fullveldis

Brákarhlíð dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, Vesturland

Fullveldi til fullveldis

 Dagskráin er flutt af Trio Danois, sem eru Jónína Erna Arnardóttir, Morten Fagerli og Pernille Kaarslev ásamt Bergþóri Pálssyni söngvara og byggir dagskráin á eftirfarandi stiklum úr tónlistar- og menningarsögunni:

Landnámsöld: Tengsl fullveldis/sjálfstæðis og menningar.   Ótrúlega rík menning á landnámsöld, þá er landið sjálfstætt og menning á háu plani.  Hagsæld er líka nokkuð góð—trúskipti ganga bara nokkuð vel fyrir sig.  Dans, veislur og söngur/kvæði í hávegum höfð.

Ljóðlist-ritlist eru í miklum blóma.  Íslendingar læra að lesa og skrifa á íslensku.

Miðaldir: Landið hefur glatað sjálfstæði sínu og velsæld, hamfarir og örbirgð gera þjóðina niðurlúta, allt snýst um að lifa af og erlent vald skiptir sér lítið af Íslandi.   Trúskiptin úr kaþólsku í lúthersku eru ekki endilega jákvæð ---enn minni samskipti við útlönd og eignir kirkjunnar eru gerðar upptækar. Þó yrkir Hallgrímur Passíusálmana á þessum tíma og sálmabækur og húslestrarbækur eru gefnar út.

Upplýsingaröldin: Rómantík og sjálfstæðisbarátta, tækniþróun, þéttbýlismyndun. Ljóðlist tekur stóran kipp—leikhús taka til starfa. Skáldsögur eru gefnar út, blöð, ungmennafélög, stjórnmálafélög.  Velsæld eykst og vistarband er afnumið. (í reynd)  Ísland fær ráðherra.  Hljóðfæri fara að berast til landsins.  Eimskipafélagið stofnað (verslun eykst)  Fyrsti togarinn keyptur.

Fullveldi:  Stjórnarskrá, kosningaréttur almennari, ríkisstjórn, alþingi endurreist.  Leikhús festa sig í sessi, tónlist—hljóðfæri verða almenningseign en millistétt myndast sem getur átt hljóðfæri og það verður metnaðarmál.  Málarar og tónskáld verða til sem hafa það að atvinnu sinni.  Alþingishátíð 1930 og konungskoman 1921 eru aflvakar menningarsprengju—við viljum sýna að við erum menningarþjóð! Kórar spretta upp og lúðrasveitir.  Tónlistarskólinn í Reykjavík stofnaður og ríkisútvarpið er stofnað.

Sjálfstæði:   Verið er að byggja þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit Íslands er stofnuð. Listasöfn, tónlistarhátíðir, erlendir listamenn láta ljós sitt skína.  Tónlistarskólar eru stofnaðir um allt land, listamannalaunum er komið á fót, ritlist blómstrar sem aldrei fyrr og fólk les og rífst um bækur.  Atvinnutónlistarmenn-myndlistarmenn, rithöfundar (sem vinna bara við það) leikarar verða til.    Menning er atvinnugrein.   Poppkúltúr myndast en listgreinar eru mjög aðskildar –líka stílar og stefnur innan t.d. tónlistar.

Framtíðin og 21. öldin: það eru alltaf minni og minni skil á milli listgreina og stíla, íslensk menning hefur tekið alþjóðlegt stökk. Netið verður almenningseign.  Heimurinn þekkir Björk, Of Monsters and Men –Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna, Anna Þorvalds er spiluð af sinfóníuhljómsveitum um allan heim og Ragnar Kjartansson er orðinn heimsfrægur.  Íslenskar bíómyndir og sjónvarpsþættir fara víða, Ísland er í tísku og suðupottur fyrir allt mögulegt.   Fólk eyðir alltaf minna og minna hlutfalli af tekjum sínum í mat en meira og meira í afþreyingu og listir/menningu.

Allt er mögulegt: Það er álit ungs fólks í listageiranum í dag—hversu dásamlegt er það!