Dagsetning
23. júní
kl. 14:00-17:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldisgróðursetning

Sandahlíð (við Vífilsstaðavatn), Höfuðborgarsvæðið

Verkefnið

Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands mun Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarfélag Garðabæjar standa að gróðursetningu á 7500 trjám sem mynda munu fullveldislund.
Að gróðursetja tré og bæta landgæði vors lands er í anda þeirra baráttumanna sem unnu hvað harðast að fullveldi Íslands, þar á meðal fyrsta ráðherra landsins, Hannes Hafstein. „Menningin vex í lundi nýrra skóga“ ritaði Hannes og vissulega hefur menningin blómstrað í skógum landsins og græðlingar skógarmenningar rótað sig þrátt fyrir oft vindasamt veður. En á þessum tímamótum horfum við einnig fram á veginn, því enn, hundrað árum frá fullveldi landsins, eigum við eftir ófá handtökin í endurheimt fyrri landgæða og þau tré sem mynda fullveldislundi táknrænt skref í þá átt.

 

Tímasetning – 23. júní 

Hátíðargróðursetning verður haldin á laugardeginum 23. júní. Þann sama dag verða skógartengdir viðburðir víða um land.

 

Staðsetning

Búið er að velja Fullveldislundinum stað í Sandahlíðinni norðan við Vífilsstaðavatn í landi Garðabæjar, en Skógræktarfélag Garðabæjar hefur umsjón með svæðinu.

 

Framkvæmd

Gróðursettar verða 7500 skógarplöntur (bakkaplöntur) og hefðbundin tæki notuð til gróðursetningarinnar. Almenning verður boðið að taka þátt í gróðursetningunni. Svæðið verður vel merkt og skógfræðingar á staðnum til þess að leiðbeina gestum hvernig best skuli staðið að gróðursetningunni.