Dagsetning
1. desember
kl. 13:00-14:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldiskaffi með Ara Eldjárn

Árbæjarsafn, Höfuðborgarsvæðið

Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands mun Árbæjarsafn bjóða gestum safnsins upp á kaffi og uppistand með Ara Eldjárn laugardaginn 1. des kl. 13. Ari fjallar um fullveldið, samband Íslendinga og Dana og ótal margt fleira af sinni alkunnu snilld! Uppistandið fer fram í safnhúsi sem kallast Landakot og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Miði inn á safnið gildir sem aðgöngumiði á uppistandið og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Kaffihús safnsins, Dillonshús, verður opið milli kl. 13-17 fyrir þá sem vilja kaupa sér matarmeiri veitingar.

Aðgangseyrir á safnið fyrir fullorðna er 1.650 krónur, en ókeypis aðgangur er fyrir börn (að 18 ára aldri), eldri borgara og öryrkja. Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Efst á baugi