Dagsetning
4. desember
kl. 18:00-20:00
Staðsetning
Sendiherrabústaðurinn í Moskvu, Erlendis
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldismóttaka í Moskvu

Sendiherrabústaðurinn í Moskvu, Erlendis

Sendiherra Íslands í Moskvu heldur veglega móttöku 4. desember 2018 til að minnast 100 ára fullveldisafmælis Íslands.

Í kjölfar ávarps Forseta Íslands verður tónlistardagskrá með sópransöngkonunni Brynhildi Þóru Þórsdóttur sem nú er við framhaldsnám í Berlín og mun flytja dagskrá með íslenskum og rússneskum verkum.

Þá verður nýtt ljóðasafn með rússneskum þýðingum Olgu Markelovu með ljóðum eftir 20 íslensk samtímaskáld kynnt og fyrstu eintökin formlega afhent norrænum sendiherrum og yfirmönnum úr rússnesku stjórnsýslunni.

Gestir eru Íslendingar á svæðinu, Íslandsvinir og norrænir samstarfsmenn auk helstu tengiliða úr rússnesku stjórnsýslunni.

Commemorating the centenary of Iceland's sovereignty the Ambassador of Iceland in Moscow will be hosting a festive reception aimed at Icelanders in Russia, friends of Iceland, Nordic and Russian colleagues. Address by the President broadcast via internet will be followed by a concert of Icelandic soprano Bryndis Thora Thorsdottir. Brand new collection of Icelandic contemporary poetry in Russian translation by Olga Markelova will be presented.

Efst á baugi