Dagsetning
7. október
kl. 20:00-20:10
Staðsetning
RÚV
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldisöldin

RÚV

Markmið Fullveldisaldarinnar er að vekja athygli á stórum og stefnumarkandi stundum á þessari öld sem liðin er og einblína á konur og menn sem unnu að framþróun samfélagsmála, stjórnmála, menningar og lista á tímabilinu frá því Ísland fékk fullveldi. Einnig verður aðdraganda fullveldis gerð skil og þar með sjálfstæðisbaráttunni.

 Lengd þáttanna verða 10 mínútur og er áætlað að þættirnir fari í loftið haustið 2018 og verði þar með upptakturinn að afmælinu 1. desember 2018. Auk þáttanna munum við vinna einn stóran 100 mínútna þáttþ Þættirnir munu skiptast iðð eftir efnisumfjöllunum í sögulega þætti, stjórnmálatengda þætti og menningarþætti og ýmis málefni sem ofarlega voru á baugi á fullveldisöldinni fyrstu.  Innihald þáttanna verður mjög fjölbreytt og verða þættirnir ekki sýndir í tímaröð heldur munum við tengja viðfangsefni ákveðnum dagsetningum sem mikilvægar eru í samhengi við söguna og efnið sjálft.

Stíll þáttanna verður í hefðbundnum heimildamynda og fréttainnskotsstíl sem tíðkaðist gjarnan í kvikmyndahúsum á stríðsárunum og verða þættirnir ýmist keyrður á viðtölum eða með þul. 

Efst á baugi