
kl. 20:00-20:10
Fullveldisöldin
Fullveldisöldin eru tíu örþættir sem framleiddir eru af Sagafilm fyrir RÚV í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þættirnir munu skoða líf fullvalda þjóðar, stjórnmál, dægurmál, menningu, samband við umheiminn, ógnir, gleði og sorgir í sögu Íslands.
Þáttur 4. - Fjársjóður
Í þættinum er fjallað um menningarlegt uppgjör Dana og Íslendinga. Deilur um skinnhandrit úr fórum Árna Magnússonar og skil forngripa sem varðveittir voru í Danmörku ollu orrahríð á milli þjóðanna tveggja.
Þáttur 3 - Ógnir
Þriðji þáttur fjallar um þær ógnir sem stafað hafa að fullveldinu frá 1918 bæði innanlands og þær ógnir sem stafað hafa að Íslandi frá alþjóðasamfélaginu. Kötlugosið skyggði á kosningar um fullveldi árið 1918 og því verður hér einnig fjallað um náttúruógnir sem landsmenn búa við.
Þáttur 2 – Austurvöllur
Austurvöllur er án efa sá staður í Reykjavík þar sem hjarta landsmanna slær. Torgið er tilvísun í evrópsku torg stórborga, en er samt sem áður alveg séríslenskt. Við römmum inn sögu þjóðar í byggingalist og samfélagsgerð en þessi blettur spannar allan skalann þar sem þjóðin hittist og deilir gleði, reiði og sorg.
Þáttur 1 –1918
Fyrsti þáttur fullveldisaldarinnar fjallar um árið 1918 og sýnir hvað gekk í samfélaginu í aðdraganda fullveldisstofnunar. Hversu burðug var þjóð sem glímdi við kuldakast, dýrtíð, afleiðingar heimsstyrjaldar, eldgos og drepsótt til þess að standa á eigin fótum. Við fjöllum um hvernig samningar sambandslaganefndarinnar gengu fyrir sig og fáum innsýn inn í störf nefndarmanna.