Dagsetning
2. mars - 10. maí
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldispeysan

Kvennaskólinn á Blönduósi

Í tilefni 100 ára fullveldis Íslands efnir Textílsetur Íslands til hönnunarsamkeppni á Fullveldispeysu í tengslum við Prjónagleði 2018.

Markmiðið með samkeppninni er að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Allir geta tekið þátt en skila verður inn myndum af fullbúnu verki fyrir 10. maí 2018 á netfangið samkeppni.textilsetur@simnet.is   Þriggja manna dómnefnd mun síðan kalla inn þær peysur sem þykja sigurstanglegastar. Verða þær til sýnis á Prjónagleðinni.

20 peysur verða valdar úr innsendum myndum og verða þær sýndar í Félagsheimilinu á Blönduósi, 8.-10. júní nk.

Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu og bestu útfærsluna.  Verðlaunaafhendingin fer fram á hátíðarkvöldverði á Prjónagleði 2018 á Blönduósi, laugardaginn 9. júní 2018.

Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu Prjónagleðinnar www.prjonagledi.is eða í síma 452 4300