Dagsetning
9. júní
kl. 13:00-15:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Gerður ferðalangur og nýir Íslendingar

Gerðarsafn, Höfuðborgarsvæðið

Listsmiðja þar sem ferðalög listamannsins Gerðar Helgadóttur verður uppspretta vangaveltna um hvað hún hafi lært á því að flytja á milli landa og hvernig list hennar endurspeglar þessa reynslu. Aðfluttar fjölskyldur/fjölskyldur sem tala annað tungumál en íslensku heima  eru sérstaklega boðnar velkomnar á smiðjuna sem er liður í dagskrá í tengslum við fullveldisafmæli Íslands. 

Í samstarfi við Rauða krossinn í Kópavogi, kennara í bæjarfélaginu og Soumiu I. Georgsdóttir ráðgjafa fyrir innflytjendur munu fjórar fjölskyldustundir á árinu vera sérstaklega miðaðar við þarfir þeirra sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál. Verkefnið er unnið eftir fyrirmynd frá Louisiana-safninu í Danmörku en það verkefni hefur gefið góða raun. Fjölskyldustundirnar í Gerðarsafni munu skapa vettvang fyrir samskipti, leik og tjáningu í gegnum myndlist, enda er myndlist alþjóðlegt tungumál. Unnið verður með teikningu sem tæki til að tjá og túlka myndlist en markmið verkefnisins er að bjóða nýjum Íslendingum að taka þátt í fræðslustarfi og listsköpun í Gerðarsafni og á sama tíma skapa tengsl í skapandi samverustundum fyrir alla fjölskylduna.

Markmið viðburðanna er að beina sjónum að tungumálinu, skoða tengsl þess við þjóðarsjálfsmynd ásamt því að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima. Dagskránni er ætlað að fagna fullveldisafmæli Íslands með því að bjóða nýja Íslendinga velkomna og byggja brú milli ólíkra menningarheima í krafti myndlistar. Sérstakur verkefnisstjóri verkefnisins mun byggja upp samskipti við nýbúa í Kópavogi auk þess sem  tungumálaaðstoð yrði til staðar af hálfu Soumiu sem hefur veitt ráðgjöf á Bókasafni Kópavogs að undanförnu.