Dagsetning
22. september
kl. 13:00-15:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

„Getur allt verið skúlptúr?“ - Listsmiðja óháð tungumáli

Gerðarsafn, Höfuðborgarsvæðið

Í smiðjunni gefst þátttakendum færi á að skapa sinn eigin skúlptúr en áhersla verður á að vinna í gegnum skynfærin. Snerting, lykt, hljóð og sjón verða tungumálinu yfirsterkari í smiðju sem sérstaklega er tileinkuð fjölmenningu.

Leiðbeinendur tala arabísku, frönsku, ensku, þýsku og íslensku en markmiðið er að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima.