Dagsetning
9. maí - 18. nóvember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

GL80 Áttatíu ára ártíð Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfundar

Þjóðarbókhlaða, Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið

Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) var þjóðkunn og ein af merkilegustu konum tuttugustu aldar. Hún var móðir tíu barna og stóð fyrir stóru heimili.
Auk þess var hún bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912-1918, fátækrafulltrúi 1912-1922 og framfærslufulltrúi frá 1930 til dauðadags. Hún var fjöllesinn og afkastamikill rithöfundur, hélt fyrirlestra, ræður,  skrifaði í blöð og kom fram í útvarpi.
Hún var alþingismaður frá 1930 til dauðadags.
Einnig var hún virk félagsmálakona, tók m.a. þátt í starfi góðtemplarareglunnar frá því hún flutti til Reykjavíkur 1899, stofnaði, tók þátt í og var síðar formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík, hún var í stjórn og síðar formaður KFUK í Reykjavík.  Guðrún var fyrsti formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur. 

Efst á baugi