Dagsetning
1. desember
kl. 12:00-13:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

"Guðfræðisnámið" ávarp Haralds Níelssonar

Háskóli Íslands, Aðalbygging stofa 220, Höfuðborgarsvæðið
Til að minnast þess að 1.desember er ein og hálf öld er nú liðin frá fæðingu Haralds Níelssonar mun María Ellingsen langafabarn hans flytja fyrirlesturinn “Guðfræðisnámið” í Háskóla Íslands 1.desember kl 12:00 í stofu 220 í aðalbyggingunni. 
Ávarp þetta hélt Haraldur yfir guðfræðinemum árið 1913 og eru guðfræðinemar dagsins í dag boðnir sérstaklega velkomnir. 
Haraldur Níelsson var prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands frá stofnun hans árið 1911 og háskólarektor í annað sinn þegar hann lést vorið 1928.
Hann var einn helsti boðberi frjálslyndu guðfræðinnar á Íslandi á síðustu öld og einn áhrifamesti kennari guðfræðideildarinnar á sinni tíð og líklega var hann einn mesti predikari sem íslensk kirkja hefur átt fyrr og síðar. 
Þótt starfsvettvangur hans yrði að mestu leiti í Háskóla Íslands leit stór hluti Reykvíkinga á hann sem sinn  prest. Langar raðir mynduðust við Fríkirkjuna í Reykjavík þar sem hann predikaði reglulega. 
Í spönsku veikinni var hann á þönum milli veiks fólks í Reykjavík að hugga og styrkja. 
19. desember 1918 stofnaði hann ásamt vini sínum og samstarfsmanni Einar H. Kvaran rithöfundi Sálarrannsóknarfélag Íslands 
og var varaformaður þess til dauðadags 1928. Félagið var stofnað til að færa sönnur á að sál mannsins lifir af líkamsdauðann 
en einnig vildu forsvarsmenn félagsins að það gæfi fólki ljós og von í þeirri sorg sem ríkti í Reykjavík í kjölfar spænsku veikinnar. 

Efst á baugi