Dagsetning
9.-12. ágúst
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Handverkshátíðin Eyjafjarðarsveit 2018

Hrafnagilsskóli, Skólatröð 1, 601., Norðurland eystra

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit verður nú haldin í 26. sinn. Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja og sýna margskonar handverk.

Íslenskt handverk að fornu og nýju hefur verið þáttur sem skilgreinir okkur sem þjóð. Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er vettvangur sem dregur margt af þessu handverksfólki fram úr fylgsnum sínum og hampar þjóðlegri iðju sem er ríkur samnefnari Íslandsbyggðar.

 Í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins tökum við undir: Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! Gestir eru hvattir til að mæta í þjóðbúning og láta taka mynd af sér og upplifa stemninguna með öllum hinum og að sjálfsögðu fá allir sem mæta í þjóðbúningi frítt inn á hátíðina.

 Þjóðháttarfélagið Handraðinn verður á staðnum með nemendasýningu á þjóðbúningum og ætlar í samstarfi við Fab Lab á Akureyri að sameina þjóðbúninginn við nútímahönnun og 3D prenta skotthúfuhólka til hversdagsbrúks. Með FAB LAB nálguninni tengjum við saman söguna, handverk og nýsköpun.

 Heiðursgestir sýningarinnar í ár eru Spunasystur. Spunasystur eru hópur um 16 kvenna í Rangárvallasýslu sem hittast reglulega til að spinna og vinna úr íslenskri ull. Áhersla verður lögð á lifandi sýningu með kynningu á spuna á snældu og rokk. Einnig blása þær til Hópspuna úti á torgi.

Refilsaumur, Diaspora ,„myndasaga“ landnema, fimm íslenskar myndir sem meðal annars spanna sögu Auðar Djúpúðgu og Þórunnar Hyrnu verður til sýnis, Þessar myndir munu svo bætast í stóra farandsýningu og þá sem þáttur Íslands.