Dagsetning
19. apríl
kl. 16:30-18:30
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi

Jónshús Kaupmannahöfn, Erlendis

Hátíð Jóns Sigurðsson í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2018.

 

  • Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setur hátíðina.
  • Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flytur hátíðarræðu.
  • Forseti Alþingis afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar.
  • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar

Árið 2008 ákvað forsætisnefnd, að tillögu stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, að Alþingi skyldi á Hátíð Jóns Sigurðssonar veita Verðlaun Jóns Sigurðssonar þeim einstaklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar hafa verið veitt eftirfarandi einstaklingum:

2017 Annette Lassen

2016 Dansk – Islandsk Samfund

2015 Sigríður Eyþórsdóttir

2014 Bertel Haarder

2013 Erling Blöndal Bengtsson

2012 Dr. phil. Pétur M. Jónasson

2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir

2010 Søren Langvad

2009 Erik Skyum-Nielsen

2008 Guðjón Friðriksson

Nánar um upplýsinar er að finna á heimasíðu Jónshúss
https://www.jonshus.dk