Dagsetning
30. september
kl. 20:00-22:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hátíðaljóð 1930

Langholtskirkja , Höfuðborgarsvæðið
Óperukórinn í Reykjavík og Karlakór Kópavogs, undir stjórn Garðars Cortes, flytja Hátíðaljóð eftir Davíð Stefánsson við tónlist Emils Thoroddssen. Kórarnir er mannaðir þjálfuðum röddum sem hafa sungið saman til margra ára undir stjórn Garðars Cortes.

 

Á afmælisári Fullveldisins er við hæfi að flytja Hátíðaljóð, en verkið var samið fyrir Alþingishátíð Íslendinga árið 1930. Bæði ljóðskáldið, Davíð Stefánsson, og tónskáldið, Emils Thoroddsen, fengu sitthvor fyrstu verðlaun fyrir verkið. 

Tónleikarnir eru á 120. afmælisári tónskáldsins.  

Það er einbeittur vilji stjórnanda og kóranna að halda á lofti verðmætum sem búa í slíku verki, sem Hátíðaljóðið er, svo tónlistararfur þjóðarinnar falli ekki í gleymskunnarbrunn.

 

 

Efst á baugi