Dagsetning
1. desember
kl. 15:00-20:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hátíðardagskrá 1. desember 2018

Nordatlantens Brygge, Erlendis

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins fer fram vegleg hátíðardagskrá á Nordatlantens Brygge laugardaginn 1. desember 2018 frá kl. 15-20.

Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Benedikt Jónsson, og fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, munu flytja ávarp.

Hátíðardagskráin er sniðin að öllum aldri og munu nokkrir af ástsælustu skemmtikröftum íslensku þjóðarinnar stíga á stokk, til að mynda JóiPé og Króli, Sigríður Thorlacius og Ævar vísindamaður ásamt uppstandi frá Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur.

Samsýning íslenskra listamanna, High and low, verður opin og boðið upp á leiðsögn ásamt sýningarstjóra sýningarinnar, Heiðari Kára Rannverssyni. 

Videóinnsetningu listamannsins Ólafs Elíassonar verður varpað á bygginguna sem mun ramma inn hina fjölbreyttu dagskrá á þessum hátíðardegi íslensku þjóðarinnar. 

Íslensku kórarnir og Íslenskuskólinn í Kaupmannahöfn munu leyfa okkur að njóta þess sem þeir hafa unnið að og því ljóst að fjölmargar uppákomur eru í boði. Við vonumst til að sjá sem flesta Íslendinga í Danmörku fagna með okkur. 

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Aðstandendur hátíðardagskrárinnar eru sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Íslendingafélagið í Danmörku og Dansk Islandsk Samfund.