Dagsetning
30. nóvember - 3. mars
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

HÁTT OG LÁGT – samtímalist frá Íslandi

Nordatlantens Brygge, Erlendis

Sýningin HÁTT OG LÁGT samanstendur af verkum frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag eftir ellefu samtímalistamenn frá Íslandi sem vinna í ólíka miðla. Titillinn vísar til hinna óútreiknanlegu veðurskilyrða á Íslandi sem orsakast af hæðum og lægðum sem ganga á víxl yfir Norður-Atlantshafið.
Þetta kerfi stígandi og fallandi strauma er hugmyndafræðilegur rammi sýningarinnar og vísar ekki aðeins í form verkanna heldur nær einnig utan um inntak þeirra. Á sýningunni eru verkin ýmist með persónulegan, pólitískan og/eða póetískan undirtón, en leitast er við að gefa margþætta mynd af íslenskri menningu gegnum sögu samtímalistar landsins. Hér munu áhorfendur upplifa skin og skúri, uppgang og hnignun auk hæða og lægða lífsins og listarinnar.
HÁTT & LÁGT leiðir saman listamenn af ólíkum kynslóðum sem allir hafa það sameiginlegt að beita þverfaglegri nálgun við listsköpun þar sem aðferðir ólíkra greina sameinast, hvort sem er úr myndlist, ljóðlist eða sviðslistum, tónlist, dansi eða leikhúsi. Þátttakendur eru: Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Una Margrét Árnadóttir, Þóranna Dögg Björnsdóttir í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands.
Sýningin er skipulögð af Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, sýningarstjóri er H.K.Rannversson, deildarstjóra sýninga á Nordatlantens Brygge.

HIGH & LOW islandsk samtidskunst Udstillingen præsenterer værker fra 1970'erne til i dag af 11 islandske samtidskunstnere, som arbejder i et bredt udvalg af medier. Titlen henviser til de uforudsigelige islandske vejrforhold, som skyldes det skiftevis høje og lave lufttryk i Nordatlanten. Dette system med stigende og faldende kræfter er den konceptuelle ramme for udstillingen og beskriver ikke alene de formelle aspekter ved værkerne, men også deres motiver. Udstillingen veksler mellem værker af personlig, politisk og poetisk natur, hvilket giver et alsidigt perspektiv på Islands kultur gennem landets historie af samtidskunst. Her vil beskueren opleve regn eller solskin, op- og nedgang såvel som højdepunkter og dybder i kunsten og i livet. HIGH & LOW bringer sammen kunstnere fra forskellige generationer, der alle har en tværfaglig tilgang til kunsten, hvor metoder fra forskellige genrer blandes, f.eks. visuel kunst, poesi og performance, musik, dans eller teater. De deltagende kunstnere er: Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Una Margrét Árnadóttir, Þóranna Dögg Björnsdóttir i samarbejde med Nicolas Kunysz og det Islandske Meteorologiske Institut. Udstillingen er arrangeret af Islands Ambassade i København i anledning af 100-året for Islands selvstændighed og suverænitet, og den er kurateret af H.K. Rannversson, Kultur- og Udstillingschef, Nordatlantens Brygge.