Dagsetning
30. nóvember - 3. mars
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

HÁTT OG LÁGT – samtímalist frá Íslandi

Nordatlantens Brygge, Erlendis

HÁTT OG LÁGT – samtímalist frá Íslandi 

Sýningin HÁTT OG LÁGT samanstendur af verkum frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag eftir tíu samtímalistamenn frá Íslandi sem vinna í ólíka miðla. Titillinn vísar til hinna óútreiknanlegu veðurskilyrða á Íslandi sem orsakast af hæðum og lægðum sem ganga á víxl yfir Norður-Atlantshaf. Þetta kerfi stígandi og fallandi strauma er hugmyndafræðilegur rammi sýningarinnar og vísar ekki aðeins í form verkanna heldur nær einnig utan um inntak þeirra. Á sýningunni eru verkin ýmist með persónulegan, pólitískan eða/og póetískan undirtón. Hér birtast skin og skúrir, fjallað er um pólitískan uppgang og hnignun en auk þess skáldlegar hæðir og lægðir lífsins og listarinnar, sem gefur margþætta mynd af íslenskri menningu og íslensku samfélagi.

Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir mun opna sýninguna þann 30. nóvember kl. 16. Við bjóðum alla velkomna á opnunina á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Sýningin HÁTT OG LÁGT ? samtímalist frá Íslandi leiðir saman ólíkar kynslóðir með því að leggja áherslu á þverfaglega nálgun listamannana þar sem ólíkar greinar sameinast, svo sem myndlist, ljóðlist eða sviðslistir, tónlist, dans eða leikhús. Þátttakendur eru Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Þóranna Dögg Björnsdóttir.

Sýningin er skipulögð af Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn og Nordatlantensbrygge í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

 

HIGH AND LOW ? contemporary art from Iceland The exhibition HIGH AND LOW features works from the 1970?s until today by ten contemporary artists from Iceland that work in a wide range of media. The title refers to the unpredictable Icelandic weather conditions that are caused by alternating high and low pressure areas in the North Atlantic. This system of ascending and descending forces serves as the conceptual framework for the exhibition, not only to describe the formal aspects of the works but to encompass their varied subject matter as well. The exhibition alternates between works of a personal, political and/or poetic nature, where it rains and shine, political upheaval and decline is addressed as well as the poetic heights or depths of art and life, giving multiple perspectives on Icelandic culture and society. The exhibition HIGH AND LOW - Contemporary art from Iceland brings together artists from different generations by focusing on an interdisciplinary approach to art where various genres merge, such as visual art, poetry and the performing arts - music, dance or theater. Participating artists: Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Þóranna Dögg Björnsdóttir. The exhibition is organized by The Embassy of Iceland in Copenhagen and The North Atlantic House on the occasion of the Centenary of Icelandic independence and sovereignty.

Efst á baugi