Dagsetning
2. desember
kl. 11:00-15:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Heimboð í Mývatnssveit

Mývatnssveit, Norðurland eystra

100 ára fullveldisafmæli Íslands

30 ára afmæli Framhaldsskólans á Laugum

 

Sunnudaginn 2. desember verður sérstök barnadagskrá í Mývatnssveit þar sem jólasveinarnir í Dimmuborgum bjóða í heimsókn og DJ Hennri ætlar að þeyta skífum og koma okkur í jólaskapið.

 Dagskráin hefst kl 11:00 í Dimmuborgum þar sem jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla um heima og geyma, syngja og dansa. Svo er aldrei að vita nema að börnin fái einhvern glaðning. 

Frá kl 14:00 til 15:00 ætlar svo DJ Hennri að koma okkur í jólaskapið þennan fyrsta sunnudag í aðventu og halda fjölskylduteiti í Jarðböðunum við Mývatn. 

Eigum góða stund saman á milli kl 11:00 og 15:00 sunnudaginn 2. desember í Mývatnssveit, töfralandi jólanna.  

Við minnum á að það er frítt í Jarðböðin fyrir 12 ára og yngri en þennan dag greiða unglingar 13-15 ára 1.000kr og fullorðnir 3.000kr.

Efst á baugi