Dagsetning
29. ágúst
kl. 17:00-18:30
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925

Safnahúsið Ísafirði, Vestfirðir

Miðvikudaginn 29. ágúst verða tveir fyrirlestrar í sal Listasafns Ísafjarðar þar sem fjallað verður um efni sýningarinna Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Guðfinna Hreiðarsdóttir mun fjalla um heimsóknina og ber erindi hennar heitið  Minningin um heimsóknina frá Grænlandi 1925 og Jóna Símonía Bjarnadóttir flytur erindi frá Sumarliða R. Ísleifssyni sem ber heitið  Hvað geta myndirnar frá Grænlandsheimsókninni árið 1925 sagt okkur? Dagskráin hefst kl. 17 og allir velkomnir.