Dagsetning
9. febrúar - 15. apríl
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hjartastaður - Þingvallamyndir

Listasafn Reykjanesbæjar, Suðurland og Suðurnes

HJARTASTAÐUR – Þingvallamyndir úr safni Sverris Kristinssonar

Sýning á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjarí Duus Safnahúsum, menningar og listamiðstöð Reykjanesbæjar, föstudaginn 9. febrúar kl. 18.00. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi veltum  við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar.

Myndefni á sýningunni tengist allt Þingvöllum með einum eða öðrum hætti og meðal höfundanna eru helstu listamenn Íslendinga  á tuttugustu öld. Listasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir fjölda viðburða í tengslum við þessa sýningu í samvinnu við ýmsa aðila, bæði af sagnfræðilegum og myndlistarlegum toga, sömuleiðis munu tónlist og bókmenntir einnig koma við sögu. Þessir viðburðir verða auglýstir betur á vef safnsins. Í heild sinni er verkefnið hugsað fyrir almenning, sérstaklega skólahópa og fjölskyldur.

Gefin verður út vegleg sýningarskrá þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri mun fjalla um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlistarmenn og Birgir Hermannsson, lektor við Háskóla Íslands, greinir frá tengslum íslenskrar þjóðmenningar og Þingvalla.

Sýningin og viðburðir tengdir henni eru framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018.

 

THE HEARTH´S HEART – Paintings of Thingvellir from the Collection of Sverrir Kristinsson On February 9th, 2018, the Reykjanes Art Museum, located in the Duus centre of art and culture in Keflavik, will open an exhibition of Thingvellir paintings from the private collection of Sverrir Kristinsson. The exhibition, organized on the occasion of the 100th anniversary of Iceland´s sovereignity, will be examining the importance of the Althingi site at Thingvellir for the burgeoning national consciousness in the 19th and early 20th centuries, as well as for Icelandic landscape artists. The works in the exhibition are a many faceted portrait of the Thingvellir site, painted by some of Iceland´s most significant 20th century artists. The Reykjanes Art Museum will be sponsoring a number of events in connection with the exhibition, highlighting the historical and cultural significance of the Thingvellir area. There will also be musical and literary presentations relating to the subject. In its entirety, the exhibition project will also have a pedagogic dimension, suitable for both families and school audiences. A substantial catalogue will be published, containing an article by art historian and exhibition curator Aðalsteinn Ingólfsson on the influence of the Thingvellir site on Icelandic artists and an article by historian Birgir Hermansson on the Thingvellir site as a hub of national culture. The exhibition, as well as the accompanying events, are the contribution of the Reykjanes Museum to the 2018 sovereignity centennial celebrations.