Dagsetning
8. júní
kl. 15:00-16:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hugsun, heili og bókmenntir

Veröld - Húsi Vigdísar, Höfuðborgarsvæðið

Hugsun, heili og bókmenntir

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, heldur fyrirlestur um hugsun, heila og bókmenntir föstudaginn 8. júní kl. 15.00 í Veröld - Húsi Vigdísar. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum námsleiðar í dönsku og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og er hluti af dagskrá sem efnt er til vegna100 ára afmælis fullveldis Íslands.

Kári Stefánsson var um árabil prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston. Hann stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996 og hefur verið forstjóri fyrirtækisins æ síðan. Íslensk erfðagreining hefur brotið blað á heimsvísu fyrir rannsóknir í mannerfðafræði og störf Kára Stefánssonar hafa vakið heimsathygli. Hann hefur ítrekað hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og verið sæmdur ýmsum nafnbótum fyrir framlag sitt til mannerfðafræði. Fjöldi greina eftir Kára og samstarfsmenn hans hafa birst í virtustu vísindatímaritum heims. Kári Stefánsson er mikill unnandi bókmennta. Í fyrirlestrinum fjallar Kári um áhrif bókmenntaiðkunar á heila og hugsun.

 

Fyrirlesturinn er undanfari málþings um rapp og alþýðleg listform sem fer fram í Veröld - Húsi Vigdísar 16. júní. Sama dag verður efnt til Rapp- og (h)ljóðlistarhátíðar á Vigdísartorgi, þar sem íslenskir og danskir listamenn koma fram.

Efst á baugi