Dagsetning
20. nóvember
kl. 20:00-22:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hver á sér meðal þjóða þjóð

Félagsheimilið Suðureyri, Vestfirðir

Sunnukórinn á Ísafirði er elsti starfandi blandaði kór á Íslandi, stofnaður árið 1934. Kórinn hefur því verið starfandi hartnær alla fullveldistíð Íslands og komið víða við. Í gegnum samspil söngs og frásagnar, sem birtist m.a. í myndum frá ýmsum stundum í sögu fullvalda þjóðar, kemur fram sameiginleg reynsla af áföllum og sigrum, sorg og gleði, baráttu og framförum og öðru því sem gerir þjóð að þjóð.

Efst á baugi