Dagsetning
16. júní - 31. ágúst
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hvernig grannar erum við? Tengsl Íslands og Grænlands á 20. öld

Safnahúsið Ísafirði, Vestfirðir

Framundan er að minnast 100 ára fullveldis Íslands árið 2018. Við hæfi er, sökum þessa tilefnis, að huga að tengslum landsins við næsta nágranna þess, Grænland. Formlegum tengslum þessara landa var komið á fyrir rúmum þremur áratugum árið 1985 með stofnun Vestnorræna ráðsins. 

Skipuleggjendur þessarar dagskrár vilja leggja sitt af mörkum til þess að til þess að auka umfjöllun um samskipti landanna. Það gerum við með því að boða til ráðstefnu og efna til sýningar á Ísafirði fyrri hluta sumars 2018. Sýningin fjallar um heimsókn hóps fólks frá Ammassalik á austurströnd Grænlands til Ísafjarðar árið 1925. Þá kom stór hópur til bæjarins með skipi á leið sinni til Scoresbysunds þar sem dönsk stjórnvöld höfðu ákveðið að koma á fót nýrri byggð. Fjöldi ljósmynda frá heimsókninni er varðveittur, flestar á ljósmyndasafninu á Ísafirði, og verður sýningin sett upp í Safnahúsinu þar í júní 2018. Sýningin verður opnuð föstudaginn 15. júní 2018.  - Á ráðstefnunni verður rætt um tengsl Íslands og Grænlands sögulega og í samtíma, viðhorf á milli þeirra, samskipti í menningarmálum og atvinnulífi og málefni er varða fullveldi landanna.  

Because of the anniversary of sovereignty of Iceland in 2018 it is appropriate to consider the relationship between the country and its nearest neighbour, Greenland. The formal relationship between these countries was established for more than three decades in 1985 with the establishment of the West Nordic Council. The organizers of this program are contributing to these relations with a conference and an exhibition in Ísafjörður in June 2018. The exhibition focuses on the visit of a group of people from Ammassalik on the east coast of Greenland to Ísafjörður in 1925. Then a large group came to the town on their way to Scoresbysund where the Danish government had decided to establish a new settlement. Many photographs from the visit are preserved, most of them in the local museum in Ísafjörður, and the exhibition will be set up there in June 2018. - The conference will focus on the relationship between Iceland and Greenland historically and contemporarily, communication in the field of culture and industry, and issues relating to the sovereignty of the countries.