Dagsetning
25. nóvember
kl. 15:00-16:15
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Í fótspor hinna útvöldu

Harpa, Höfuðborgarsvæðið

Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur verður með sögugöngu frá Hörpu sunnudaginn 25. nóvember kl. 15.

Gengið verður um miðbæ Reykjavíkur og staldrað við hjá byggingum og stöðum sem tengjast sögulegum viðburðum ársins 1918 í aðdraganda þess að Ísland varð fullvalda. Þá gekk á ýmsu bæði í mannlífi og náttúru: Kötlugos, jökulhlaup, frostaveturinn mikli og hin skæða spænska veiki sem kom um 500 Íslendingum í gröfina. Þann fyrsta desember þetta ár átti hins vegar sá merki og jákvæði atburður sér stað að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.

Gunnar Þór segir frá á skemmtilegan og lifandi hátt. Í göngunni verður farið á slóðir fullveldis sem hann fjallar um í bók sinni Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918. Bókin kom nýlega út hjá Sögufélagi í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Gunnar Þór mun árita bækur sínar á Bókamessu í Hörpu kl. 13-14:45 og í framhaldi af því verður lagt af stað kl. 15:00 og gengið frá listaverki Ólafar Pálsdóttur, Tónlistarmanninum við Hörpu. Gangan tekur í mesta lagi eina og hálfa klukkustund og hentar öllum. Leiðsögnin fer fram á íslensku.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.