Dagsetning
27. október
kl. 16:00-18:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Í takt við tímann

Bíóhöllin Akranesi, Vesturland

Fullveldisárið 1918 voru íslendingar ekki langt á veg komnir í tónlistariðkun sinni. Almenningur söng við kirkjuathafnir en fyrstu kórar voru stofnaðir á þessum fyrstu áratugum 20.aldarinnar. Skagfirski kammerkórinn ræðst í stórverkefni í tilefni afmælisársins en það er verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Það má segja að það sýni þróunina í verkefnavali almennra kóra á hundrað árum og hvað íslendingar í dag á 100 ára afmæli fullveldisins eru að fást við.

Magnificat er hátíðlegt verk. John Rutter sem venjulega semur sín verk í þoku og súld á Bretlandi sækir innblástur í til suðrænna ríkja þar sem sólin skín eins og Spánar, Mexico og Puerto Rico og segir Magnificat verk sem sé fullt af fögnuði, þar sem sólin skíni frá upphafi til enda. Verkið á því vel við á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, á landi þar sem sólin gengur aldrei undir á sumrin og vetur oft langir og dimmir. Það á ekki síður við þar sem áhrif erlendis frá hafa haft mikil áhrif á mótun samfélagsins síðustu hundrað árin, og fáar þjóðir duglegri að tileinka sér siði annara þjóða og gera að sínum.

Hinn hluti tónleikanna er helgaður íslenska einsöngslaginu en það hefur lifað með þjóðinni í 100 ár við píanóundirleik. Hér er ætlunin að gera íslenska einsöngslaginu hærra undir höfði með að útsetja það fyrir hljómsveit en það er nýstárleg nálgun á þjóðararfinn.

Skagfirski kammerkórinn fær í lið með sér hljómsveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson sem jafnframt útsetur einsöngslögin,Sinfóníettu Vesturlands, Kammerkór Norðurlands og Kalman listfélag Akranesi. Sem og einsöngvarana Helgu Rós Indriðadóttur og Kolbein Ketilsson tenór.

Fyrstu tónleikarnir verða í Skagafirði sunnudaginn 21.október. Aðrir tónleikar verða á Akranesi á Vökudögum 27.október og þeir þriðju í Langholtskirkju í Reykjavík 28. október.