Dagsetning
12.-16. desember
Staðsetning
Á höfuðborgarsvæðinu, Höfuðborgarsvæðið
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Ísheit Reykjavík

Á höfuðborgarsvæðinu, Höfuðborgarsvæðið

Ísheit – eða ICE HOT Nordic Dance Platform – er stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi.  Þessi stóri viðburður hefur  verið haldinn í öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda, fyrst í Stokkhólmi 2010, þá í Helsinki 2012, Osló 2014 og nú síðast í Kaupmannahöfn 2016 og nú er komið að Reykjavík. Verkefnið er hluti af 10 ára áætlun sem leiðandi stofnanir í dansi á Norðurlöndum gerðu árið 2009.  Helsta markmið þeirrar áætlunar er einfalt: að auka alþjóðleg atvinnutækifæri norræns danslistafólks.

 

Ísheit Reykjavík er allt í senn

 • ·       Hátíð þar sem skráðir þátttakendur og gestir geta séð það besta í norrænum dansi
 • ·       Showcase eða kaupstefna en hingað eru væntanlegir 350 alþjóðlegir stjórnendur danshátíða, listahátíða og leikhúsa
 • ·       Vettvangur fyrir tengslamyndun milli alþjóðlegra gesta og norræna danslistamanna og framleiðenda
 • ·       Staður þar sem íslenskt sviðslistafólk getur hitt kollega, myndað tengsl, fengið nýjar hugmyndir, eignast samstarfsfélaga, nýtt sem stökkpall og þróað list sína
 • ·       Þekkt gæðavörumerki fyrir norrænan dans
 • ·       Leikur með ímynd Norðurlanda í gegnum litríkar myndir þar sem við 
 • 39 dansverk verða sýnd eða kynnt í Reykjavík á fjórum dögum.  Þau voru valin að dómnefnd og bárust 355 umsóknir  frá öllum Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist í ICE HOT.
 •  

  Listamenn hátíðarinnar eiga það sammerkt að tala skýrri listrænni röddu.  Dagskráin býður upp á firnasterk verk sem fanga líkamann, hugann og hjartað. Þau eru fjölbreytt, unnin af listfengi og eldmóði af höfundum sem standa með báða fætur á jörðinni og rýna í þann heim sem við þeim blasir. Listamennirnir ávarpa daginn í dag og sýna kraft, áræðni og þor. Þau skoða stöðu sína í samtímanum og varpa fram hugmyndum um feminisma, sjálfið, kyn, ástina, lífið, dauðann og hlutverk listarinnar. Alla dagskránna má finna á  www.icehotnordicdance.com

   

  Öll borgin verður vettvangur Ísheitrar Reykjavíkur. 20 verk verða sýnd á flestum leiksviðum borgarinnar, Borgarleikhúsinu, Kassanum í Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó, Iðnó, Dansgarðinum og í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Sýningar verða einnig í Listasafni Reykjavíkur og utandyra við strandlengju borgarinnar  19 verk verða kynnt í sérstakri dagskrá í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Meira Meira Meira.  Auk sýninga verða 17 fjölbreyttar málstofur og vinnustofur í boði í Bíó Paradís, í Norræna húsinu og í nýja Dansverkstæðinu við Hjarðarhaga.

ICE HOT, Nordic Dance Platform, will be held in Reykjavík December 12th - 16th 2018. This biannual contemporary dance showcase and networking event has been held in four of the Nordic capitals, starting in Stockholm in 2010, Helsinki 2012, Oslo 2014 and the most recent one in Copenhagen 2016. Reykjavík will now host this largest event in contemporary dance in the Nordic Region. The Reykjavík Platform will showcase 39 Nordic dance productions and presentations in 4 days. 20 full length performances shown in venues and site-specific locations in various part of the capital area and 19 presentations in a pitch session entitled MORE, MORE, MORE. Artists presenting “New Artistic Ideas” will, for the first time, be part of the program. All the Nordic artists of ICE HOT Reykjavík have a strong artistic voice which stands out in the crowd. A diverse, high quality program with works for and with children and teenagers, site specific work for indoor and outdoor spaces and a wide range of stage dance which speaks to body mind and soul. The program shows a youngish artistry; full of opinion, spirit, feminism and grit. The 39 artists were chosen out of a record number of 355 Nordic artists who applied to show their work in Reykjavík. The whole city will be the playground of ICE HOT Reykjavík. All major theatres and venues in the city will host staged work, Reykjavík city theatre, The National Theatre, Tjarnarbíó, Iðnó, The Dancegarden and Gaflaraleikhúsið, in the neighboring town of Hafnarfjörður. In addition, works will be shown in museum halls and outdoor on Reykjavík´s beautiful coastline. The art cinema Bíó Paradís, the Nordic House and the new Dance Atelier will host a series of 17 different workshops and seminars. Guests are offered a pre-trip December 11-12th to the wonderful peninsula Snæfellsnes and travellers will stay in the unique artistic residency and theatre space The Freezer, based in the tiny village of Rif at the tip of the peninsula. Rif is underneath the glacier Snæfellsjökull, made infamous in Jules Verne´s Story to the centre of the earth. ICE HOT Reykjavík is expected to bring over 350 international presenters and other guests to view this Nordic dance feast. Over 110 Nordic artists are performing. This fantastic and cool event expands relationships, enables multiplied dialogues between artists and presenters and has a proven track record of being a platform which increases international work opportunities for artists. ICE HOT is an innovative democratic project which has brought global attention to Nordic dance.

Efst á baugi