Dagsetning
21. apríl
kl. 11:00-16:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Island i framkant? 100 år av isländskt självstyre

Dragonen, Sprängkullsgatan 19, Campus Haga, Gautaborg, Svíþjóð, Erlendis

Í tilefni af 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður haldin hátíðardagskrá í Gautaborg laugardaginn 21. apríl að frumkvæði Norræna félagsins.

Lars Nordström, formaður Norræna félagsins, býður gesti velkomna; Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, mun tala um jafnréttislögin; Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður, um hrunið; Anna Helga Hannesdóttir, prófessor, um stöðu íslenskunnar; Kristinn Jóhannesson, lektor, um nýja þýðingu Íslendingasagna; Kristján Sigurjónsson, blaðamaður, um þróun ferðamála og Bera Nordal, yfirmaður Norræna vatnslitasafnsins, um íslenska myndlist. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur.