Dagsetning
28. október
kl. 13:00-18:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Ísland og Tékkland sjálfstæð og fullvalda í 100 ár

Harpa tónlistarhús, Höfuðborgarsvæðið

Verkefnið Ísland og Tékkland sjálfstæð og fullvalda í 100 ár“ er samstarfsverkefni íslenskra og tékkneskra tónlistarhópa til að fagna 100 ára sjálfstæði beggja ríkjanna, Íslands og Tékklands á árinu 2018. Haldnir verða tónleikar með tónlist beggja landa frá ýmsum tímum, ný tónlist, klassísk tónlist, barokk og þjóðlagatónlist. Meðal þátttakenda í verkefninu eru: Caput- hópurinn (ÍS), Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr (ÍS), Camerarctica (ÍS), Pikap strengjakvartettinn (CZ), Musica ad Gaudium (CZ), þjóðlagasveitin Þula (ÍS), þjóðlagahópurinn Regnboginn (ÍS), þjóðlagahópurinn Osminka (CZ) og þjóðlagahópurinn Malá lidová muzika (CZ). Hátíðin fer fram í Hörpu Reykjavík og víða um Tékkland. Verkefnið er styrkt af fullveldissjóði, www.fullveldi1918.is .

Efst á baugi