Dagsetning
20. maí
kl. 13:30-15:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Íslensk tónskáld á þýskri grund - Isländische Gesänge

Alte Handelsbörse, am Naschmarkt 2, 04109 Leipzig, Erlendis

Tónleikar med verkum tónskálda sem stunduðu nám í hljóðfæraleik og tónsmíðum við tónlistarháskólana í Leipzig, Berlin og Köln.

Sveinbjörn Sveinbjörnsson dvaldi í Leipzig 1872 og var fyrstur tónskálda til að fara í nám til Þýskalands.  Fleiri fylgdu í kjölfarið. 

À dagskrá tónleikana eru sönglög eftir Pál Ísólfsson, Sigurð Þórðarson, Emil Thoroddsen, Jón Leifs, Markús Kristjánsson, Dr. Hallgrím Helgason, Jórunni Viðar og Atla Heimi Sveinsson.

 Flytjendur:

Guðrún Ingimarsdóttir, sópran

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó