Dagsetning
24. maí - 24. júní
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Islandsk Design i Illums Boglighus

Illums Boglighus, Kaupmannahöfn, Erlendis

Sýning á íslenskum hönnunarvörum verður í Illums Bolighus, hinu kunnasta hönnunarvöruhúsi Dana við Strikið í Kaupmannahöfn sem hluti af hönnunarhátíðinni 3 days of design í Kaupmannahöfn 24.-26. maí. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á nútímalegri íslenskri hönnun og gera hana sýnilega í Kaupmannahöfn og um leið styrkja samband hönnunarheima landanna tveggja. Valdir hafa verið 20 íslenskir hönnuðir / hönnunarfyrirtæki til að taka þátt í verkefninu en hönnunarvörurnar verða til sölu í Illum Boglighus amk. á meðan á sýningunni stendur. Hönnunarmiðstöð Íslands og Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vinna sameiginlega að þessu verkefni.

Efst á baugi