Dagsetning
7. september
kl. 16:00-18:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Íslenska lopapeysan - Uppruni, saga og hönnun

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Erlendis

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn, efnir til prjónadaga þann 7.-8. september undir yfirskriftinni Pakhusstrik. Þetta er fimmta árið í röð sem viðburðurinn er haldinn, en vinsældirnar hafa aukist frá ári til árs.

Ótal prjónahönnuðir og framleiðendur taka þátt, en frá Íslandi koma m.a. Einrúm , Móakot, Ístex, Kvíkví, Prjónafjör og Auður Björt Skúladóttir. Einnig verða þátttakendur frá Færeyjum og Grænlandi.

Í tengslum við Prjónadaganna ætlar Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn að opna sýninguna "Íslenska lopapeysan - Uppruni, saga og hönnun" sem byggir á rannsókn Ásdísar Jóelsdóttur lektors við Háskóla Íslands. Sýningin sem er fengin af láni frá Hönnunarsafni Íslands er hönnuð af Auði Ösp Guðmundsdóttur vöruhönnuði. Sýningin er samstarfsverkefni Hönnunarsafns Íslands, Heimilisiðnaðarsafnsins og Gljúfrasteins og er hluti af dagsrká sendiráðsins í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands.

Opnunin verður haldin í anddyrir sendiráðs Íslands, Strangade 89, föstudaginn 7. september kl. 16:00. Allir eru velkomnir, en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á rsvp1coph@mfa.is fyrir þann 31. ágúst.

Sendiráðið vekur athygli á að dagskráin prjónadaganna/Pakhusstrik á Noðrurbryggju hefst í kjölfarið, en til þess að geta tekið þátt í þeim þarf að kaupa miða á hátíðina.

Miðaverð er 150 kr. en miðinn gildir báða daga. Hægt er að kaupa miða hér.