Dagsetning
8. nóvember
kl. 19:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Íslenskir kóratónleikar í Holmens Kirke

Holmens Kirke, Erlendis

Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins stendur sendiráðið fyrir íslenskum kóratónleikum í stórbrotnu Holmens Kirke kl. 19:30 fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi. Sendiráðið hvetur til þess að dagurinn verði tekinn frá. 

Allir íslensku kórarnir í Kaupmannahöfn koma fram og flytja íslenskar söngperlur, auk tónverka samin sérstaklega fyrir tilefnið af ungum upprennandi tónskáldum. 

Sendiráðið vonast tiil að sjá sem flesta Íslendinga í Danmörku fagna með okkur í Holmens Kirke. 

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.