Dagsetning
25. ágúst
kl. 15:00-18:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Jakobínu-vaka

Iðnó, Höfuðborgarsvæðið

Jakobína Sigurðardóttir skáldkona í Garði í Mývatnssveit fæddist 8. júlí 1918 og hefði því orðið 100 ára á þessu ári, jafngömul fullveldinu. Í tilefni af því verður efnt til menningarvöku í Iðnó laugardaginn 25. ágúst. Lesið verður upp úr verkum Jakobínu og flutt nokkur erindi um hana sjálfa og verk hennar. Einnig verður flutt tónlist við ljóð hennar. Reiknað er með að menningarvakan standi í 2-3 klst. með hléi. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, les upp úr handriti sínu um Jakobínu, byggt á sendibréfum o.fl. heimildum, Ásta Kr. Benediktsdóttir bókmenntafræðingur flytur erindi um verk Jakobínu og Ingibjörg Guðlaugsdóttir tónskáld og dótturdóttir Jakobínu ber ábyrgð á tónlistarflutningnum, en sjálf hefur hún samið lög við fjölmörg ljóð ömmu sinnar og bæði gefið út og flutt á tónleikum ásamt tónlistarfólki. Enn er unnið að því að fá upplesara og fleiri fyrirlesara til að taka þátt í dagskránni.

Efst á baugi