Dagsetning
18. maí - 19. ágúst
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Kaprice

Nordatlantens Brygge, Erlendis

Sýning Þrándar Þórarinssonar, Kaprice, opnar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn föstudaginn 18. maí. 

Þrándur er málari af gamla skólanum og hefur tileinkað sér klassíska málaralist, en myndirnar hans eru málaðar í stíl klassísku meistaranna, þrátt fyrir að myndefnið sé oft á tíðum nútímalegt. Á undanförnum árum hefur hann málað röð borgarlandslaga frá Reykjavík, en í þessari sýningu beinir Þrándur athygli okkar að lífinu í Kaupmannahöfn, og útfærir freistingar borgarinnar og sérkenni, ásamt dökkum hliðum mannlífsins. Listamaðurinn er innblásin af arkitektúr borgarinnar, en kastljós hans er sérstaklega á samspili þéttbýlli rýma og þess lífs sem fram fer á milli bygginganna.

í mörgum málverkanna er viðfangsefnið eldri svæði í borginni, sem voru byggð löngu áður en módernisminn og bílaumferð var sýnileg. Þessi borgarhlutar eru byggðir út frá skynfærum mannslíkamans og því líður okkur vel þar. Dæmi um þetta er hin bíllfrjálsa Christiania, þar sem mikið er af fagurfræðilegri örvun fyrir skynfærin. 

Í gegn um málverk sín varpar Þrándur ljósi á þessa borgarhluta á rannsakandi hátt. Útfærsla myndanna er ekki unnin út frá raunsæi. Þær lýsa í stað þess hvernig raunveruleikinn gæti litið út, eða hvernig listamaðurinn óskar sér að þeir litu út. Á þennan hátt notar hann þá eldri hugmyndafræði að listamaðurinn skuli fegra og upphefja náttúruna, eða í þessu tilfelli borgina til hins ítrasta, en útkoman er oftar en ekki í beinni tengingu við raunveruleikann eða söguna. 

Sýningin býður einnig upp á myndefni frá gullöld dönsku málverkanna, sem er þó mótað og aðlagað að umhverfi nútímans. Listamaðurinn opnar því fyrir samtal við forvera sína í listinni.