Dagsetning
3. nóvember - 2. desember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Án titils / Keep Frozen

Verksmiðjan á Hjalteyri, Norðurland eystra

Yfirlitsýning á listrannsóknarverkefninu Keep Frozen verður sýnt í Verksmiðjunni á Hjalteyri í samstarfi við alþjóðlegu listahátíðina Cycle. Keep Frozen er röð tengdra verka sem gerð voru á tímabilinu 2012-2016. Verkin hafa verið sýnd í fjölmörgum stöðum, t.d. í Frakklandi og Þýskalandi auk New York og Reykjavíkur. Heimildarmyndin Keep Frozen og vídeóinnsetningin Labor Move eru stærstu verkin í röðinni sem nú eru sýnd í fyrsta skipti saman. Verkin eru öll afurð margra ára rannsóknarverkefnis listakonunnar um fagurfræði hafnarsvæða og miðlar hún sinni sýn á þá fagurfræði í verkunum. Þar bregður fyrir vinnu löndundarmanna og afvegaleiddum lunda í bland við önnur minni hafnarinnar.

Samstarf Verksmiðjunnar og Listahátíðarinnar Cycle snýst um að staðsetja heildarverk Keep Frozen í samhengi við sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og þær menningarsögulegu breytingar sem átt hafa sér stað frá því að Ísland öðlaðist fullveldi 1918. Einnig hefur verkið sterka skírskotun til alþjóðasamfélagsins þar sem verkið minnir á hvernig verkamannasamfélög hafa smám saman misst rödd sína í lýðræði samtímans.

Sýningarstjóri: Guðný Guðmundsdóttir.

Efst á baugi