Dagsetning
3. nóvember
kl. 13:00-14:30
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

„Kellingarnar“ minnast fullveldis

Akranes/ Akratorg, Vesturland

Bókasafn Akraness og Leikfélagið Skagaleikflokkurinn munu endurtaka sögugöngu, Kellingar minnast fullveldis, sem farin var í sumar.

Viðburðurinn fer fram 3. Nóv kl. 13:00 og lagt verður af stað frá Akratorgi. Gengið verður um neðri Skagann. Í lokin verður boðið upp á tónlistaratriði í umsjón Huldu Gestsdóttur og Baldurs Ketilssonar. Auk þess syngur Kvennakórinn Ymur nokkur íslensk lög. Tónlistardagskráin fer fram í Gamla Kaupfélaginu og lýkur dagskrá um 14:30.

„Kellingar“ minnast fullveldis
Árin líða eitt af öðru – og gleymast. En eitt er það ár, sem geymist öðrum fremur, árið 1918.
Í gönguferð um Skagann er horfið aftur til ársins 1918,  sögð saga nokkurra húsa og fólksins er þar bjó. Þá er lesið upp úr blaðinu Morgunroðinn, handskrifað blað Ungmennafélags Akraness, þar hljóma raddir ungra Akurnesinga árið 1918.


Dagskrá í umsjón Bókasafns Akraness og Leikfélagsins Skagaleikflokkurinn.
Styrkur / Fullveldi Íslands 1918-2018 – og Uppbyggingarsjóður Vesturlands, SSV

Dagskráin er hluti af dagskrá Vökudaga, menningarhátíð Akurnesinga.