Dagsetning
31. ágúst
kl. 20:00-22:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt

Harpa, Eldborg og bein útsending á RÚV
Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV hafa staðið fyrir undanfarin tvö ár hafa vakið fádæma hrifningu meðal landsmanna. Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi verður leikurinn nú endurtekinn með áherslu á íslenska tónlist 20. og 21. aldar. Landsmenn geta valið eftirlætis íslensku tónverkin sín í kosningu á www.ruv.is/klassikin. Kjörseðillinn skiptist í fjóra hluta: einsöngslög, kórverk, hljómsveitarverk og konsertar, og er hægt að velja tiltekinn fjölda í hverjum lið. Þær tónsmíðar sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo fluttar á sérstökum hátíðartónleikum í Eldborg sem um leið eru upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
 
Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en auk þess verða fremstu einsöngvarar, einleikarar og kórar Íslands til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um efnisskrána enn því að verkefnavalið er alfarið í höndum þjóðarinnar. Kosningin er hafin á vef RÚV og stendur til 15. júní. Efnisskráin verður svo tilkynnt á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands, www.sinfonia.is, eigi síðar en viku fyrir tónleikana. 
A concert of "favourite works" by Icelandic composers, as voted by the Icelandic nation in a poll (www.ruv.is/klassikin). The concert is a joint venture by the Iceland Symphony Orchestra and the National Broadcasting Service, and will feature some of Iceland’s leading singers, instrumentalists, and choirs. The conductor will be Daníel Bjarnason.

Efst á baugi