Dagsetning
7. júlí - 15. september
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Konur í landbúnaði í 100 ár

Landbúnaðarsafn Íslands, Hvanneyri, Vesturland

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands verður sýningin ,,Konur í landbúnaði í 100 ár" sett upp. Henni er ætlað að varpa ljósi á mikilvægan og fjölbreyttan þátt kvenna í landbúnaði en sá þáttur hefur oft farið dult í umræðu um íslenskan landbúnað í gegnum árin.
Sýningin verður sett upp í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og á sýningunni verða myndir og munir sem sýna þátt kvenna í landbúnaði frá stofnun fullveldis til okkar daga. Einnig verða sett upp fræðsluspjöld sem tengjast viðfangsefninu, þar sem verða frásagnir kvenna á mismunandi aldri um hlutverk kvenna í landbúnaði, sýn barna á viðfangsefnið og tölur um hlutfall kvenna í stjórnum og menntun í landbúnaði.

Sýningin sýnir þátt kvenna í landbúnaði frá fullveldi til dagsins í dag. Þótt margt sé ólíkt í tækni til sveita í dag frá því sem var fyrir 100 árum eiga konur í landbúnaði þó enn margt sameiginlegt, svo sem að vera ekki eins sýnilegar og karlmenn.

Við öflun myndefnis og muna verður leitað til íbúa í Borgarfirði og sögur þeirra settar fram eftir fremsta megni. Einnig verður leitað að efni á söfnum innan sveitarfélagsins.