Dagsetning
20. október
kl. 14:00-16:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Kópavogsfundur um fullveldið

Salurinn Kópavogi, Höfuðborgarsvæðið

Málþingið Kópavogsfundur um fullveldið  fer fram í Salnum og margir af helstu fræðimönnum á þessu sviði halda erindi. Fjallað verður um fullveldi, hugtakið og þýðingu þess í sagnfræðilegu og lögfræðilegu ljósi. Það hefur mótast í aldanna rás og á sér áhugaverða sögu. Með einveldisskránni í Kópavogi 28. júlí 1662 var komið á „fullkominni einvaldsstjórn“ eða „absolut souverainitet“ á Íslandi. Þetta var í fyrsta skipti sem fullveldishugtakið var notað í íslensku samhengi, um leið og konungur lagði fullveldið undir sig. Ísland varð svo frjálst og fullvalda konungsríki 1. desember 1918. Hvað felur þetta í sér? Hvaða áhrif hefur þetta haft? Hvað er fullveldi og hver er þýðing þess?

Efst á baugi