Dagsetning
2. febrúar - 21. nóvember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Héraðsskjalasafn Kópavogs, Digranesvegi 7, Höfuðborgarsvæðið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018.

Með erfðahyllingunni í Kópavogi komst á einveldi konungs. Fullveldi Íslands fékkst rúmum 250 árum síðar 1. desember 1918. Hyllingareiðurinn, afrit einveldisskrárinnar og bænaskrár Íslendinga frá Kópavogsfundinum er til sýnis, prentaðar útgáfur og umfjöllun um það.

Sýningin var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 og mun standa út fullveldisafmælisárið.

Sýningin er opin á afgreiðslutímum Héraðsskjalasafns, mánudaga-föstudaga frá 10 - 16.