Dagsetning
8. apríl
kl. 14:30-15:45
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Kvikmyndasýningar: Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku

Hafnarhús, Höfuðborgarsvæðið

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar.

Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri.

Sumé – the Sound of a Revolution eftir Inuk Silis Høegh er heimildarmynd frá 2014 sem fjallar um Grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem starfaði um og eftir 1970.

Hljómsveitin var virkur þátttakandi í fyrstu bylgju mótstöðu gegn dönsku nýlendustjórninni.

Á árunum 1973 til 1976 gaf hljómsveitin út þrjár breiðskífur sem höfðu áhrif á sögu Grænlands með hápólitískum textum.

Sumé var fyrst til að hljóðrita texta á grænlensku og fyrir þessar útgáfur átti grænlensk tunga ekki orð yfir ,,byltingu” eða ,,kúgun”.

Eftir 250 ára undir danskri stjórn ýtti Sumé undir endurskoðun og endurnýjun á grænlenskri menningu og sjálfsmynd og vísaði þannig veginn í átt til fullveldis.

Sumé – the Sound of a Revolution er fyrsta kvikmynd sem gerð hefur verið um samtímamenningu landsins og fyrsta heimildamynd í fullri lengd sem framleidd er á Grænlandi.

Myndin er 75 mínútur að lengd.

Sumé – the Sound of a Revolution by Inuk Silis Høegh. A 2014 film about one of Greenland's most popular bands, Sumé, whose songs kick-started the first big showdown with Danish colonial rule. From 1973 to 1976 the rock band released three albums and changed the history of Greenland. The group’s political songs were the first to be recorded in the Greenlandic language – a language that prior to Sumé didn’t have words for “revolution” or “oppression”. After 250 years of Danish colonization Sumé set in motion a revival of Greenlandic culture and identity, and paved the way for a Greenlandic home rule government. "Sumé – The Sound of a Revolution" is the first Greenlandic film about the country's modern history and the first feature-length documentary produced in Greenland. 75 min.