Dagsetning
8. apríl
kl. 13:00-14:25
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Kvikmyndasýningar: Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku

Hafnarhús, Höfuðborgarsvæðið

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar.

Á sýningunni eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri.

Sunnudaginn 8. apríl verða sýndar þrjár heimildarmyndir, Concerning Violence kl. 13.00, Sumé - the Sound of a Revolution kl. 14.30 og We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past kl. 15.45.

Concerning Violence er heimildamynd frá árinu 2014 eftir Göran Olsson.

Myndin fjallar um þjóðernis- og sjálfstæðishreyfingar í Afríku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar sem ögruðu valdi hvíta minnihlutans og herraþjóðanna.

Myndin er byggð á ritgerðinni Concerning Violence eftir Frantz Fanon sem kom út 1961 í bókinni The Wretched of the Earth.

Kvikmyndin er samframleiðsla milli Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Bandaríkjanna. Myndin er 85 mínútur að lengd.

Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands. 

In connection with the exhibition Tak i lige måde: contemporary art from Denmark, Reykjavík Art Museum will screen three documentaries: Concerning Violence is a 2014 documentary film written and directed by Göran Olsson. The film narrates the events of African nationalist and independence movements in the 1960s and 1970s, which challenged colonial and white minority rule. It is based on Frantz Fanon's essay, Concerning Violence, from his 1961 book The Wretched of the Earth. Finnish actress Kati Outinen provides narration for the original Swedish release. The film is an international co-production between Sweden, Finland, Denmark, and the United States. 85 min.