Dagsetning
10. maí
kl. 10:00-16:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Lærðu að teikna Andrés Önd og félaga. Teiknimyndaverkstæði fyrir börn og unglinga

Veröld. Hús Vigdísar. Stofa 007, Höfuðborgarsvæðið

Lærðu að teikna Andrés Önd og félaga
Teiknimyndaverkstæði fyrir börn í Veröld - húsi Vigdísar

Hinn þekkti danski teiknari Flemming Andersen stendur fyrir teiknimyndaverkstæði fyrir börn og unglinga í Veröld - húsi Vigdísar fimmtudaginn 10. maí. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu einkenni teiknimynda og hvernig hægt er að hanna þær á einfaldan og skemmtilegan hátt.

Alls verða haldin 5 aldursskipt námskeið á tímabilinu 10.00-16.00, sjá eftirfarandi:

10.00-10.45 Aldur 6-9 ára
11.00-12.00 Aldur 6-9 ára
13.00-13.45 Aldur 10-14 ára
14.00-14.45 Aldur 10-14 ára
15.00-15.45 Aldur 10 ára og eldri

Námskeiðið kostar 1200 kr. og fer skráning fer fram á Tix.is